Fyrirvari: Ráðfærðu þig alltaf við lækni eða sjúkraþjálfara áður en þú byrjar að æfa. Hlustaðu á líkamann þinn meðan á æfingum stendur, og hættu strax ef þú finnur fyrir óþægindum eða sársauka.
Öræfingaplanið samanstendur af 28 mismunandi æfingum og er æfingaplanið fjórskipt eða þannig að það er rúllað á milli efri líkama æfingu, neðri líkama æfingu, æfingu fyrir allan líkamann og þol og core æfingu. Allar æfingarnar taka aðeins 16 mínútur frá upphafi til enda.
Tæki/tól fyrir æfinguna: Tvö handlóð (4-7 kg), mini bands teygja, sliders
Um æfinguna: Byrjaðu á 1 mín í upphitun og náðu það sem þú nærð af upphitunaræfingunni innan þess tíma. Taktu síðan 14 mín æfingu á tíma. Hver æfing er 30 sek en þú fylgir henni eins og hún er upp sett. Fyrst koma 4 æfingar sem þú ferð 1 hring af (1x), síðan koma 4 æfingar sem þú ferð 3 hringi af (3x) þannig þegar þú ert búin með æfingu 1-4 þá ferðu 2x aftur í gegnum þessar sömu æfingar eða í heildina 3 hringi. Síðan ferðu í gegnum síðasta æfingahlutann sem samanstendur af 4 æfingum og þú ferð aftur 3 hringi af. Þegar þú ert búin að því ertu búin með æfinguna og endar þá í 1 mín af teygjum eða þann tíma sem þú getur gefið þér í þær.
Ef það stendur t.d. 5/5x þá á ég við að klára 5 fyrst á hægri (H) og svo 5 á vinstri (V). Ef það stendur t.d. 6x og þetta er æfing sem reynir á bæði H og V þá er þetta heildar fjöldi endurtekninga og þú skiptist á H og V.
Interval timer: Ef þú vilt ekki taka þessa æfingu live með mér skaltu stilla Interval timer app á; Warm up: 1 mín, High: 30, Low: 0 og Set: 28. Cool down: 1 mín (teygjur)
Eða smelltu hér: https://youtu.be/VM8sAnBqTOs
1 mín upphitun
Æfingin - 14 mín
1x í gegn:
30 sek há hné
30 sek air squats eða hnébeygjuhopp
30 sek mountain climbers
30 sek hliðarskref með teygju (mini bands teygja)
3x í gegn:
30 sek hliðarplanka clam á hægri
30 sek hliðarplanka clam á vinstri
30 sek thrusters (tvö handlóð)
30 sek romanian + upptog (tvö handlóð)
3x í gegn:
30 sek mjaðmalyfta (eitt handlóð)
30 sek öfugur planki í gegn (sliders)
30 sek man makers (tvö handlóð)
30 sek hang hnébeygju clean (tvö handlóð)
1 mín teygjur/niðurlag
5x köttur kú
AUKA teygjur ef þú hefur tíma og líkaminn kallar á
Láttu mig vita í comment hvernig þér fannst þessi æfing! Og endilega deildu henni með öðrum svo hún geti nýst fleirum.
Comments