Fyrirvari: Ráðfærðu þig alltaf við lækni eða sjúkraþjálfara áður en þú byrjar að æfa. Hlustaðu á líkamann þinn meðan á æfingum stendur, og hættu strax ef þú finnur fyrir óþægindum eða sársauka.
Öræfingaplanið samanstendur af 28 mismunandi æfingum og er æfingaplanið fjórskipt eða þannig að það er rúllað á milli efri líkama æfingu, neðri líkama æfingu, æfingu fyrir allan líkamann og þol og core æfingu. Allar æfingarnar taka aðeins 16 mínútur frá upphafi til enda.
Tæki/tól fyrir æfinguna: Tvö handlóð (4-7 kg), bekkur
Um æfinguna: Byrjaðu á 2 mín í upphitun og farðu 1x í gegnum æfingarnar og ef þú hefur auka tíma þá oftar í gegnum síðustu tvær eða notar tímann til að teygja aðeins. Næst tekur við æfingin sjálf og ef þú stilltir Interval Timerinn þá tekur við 25 sek lota og gerir þú æfingu 1. Smelltu á æfinguna til að sjá hana, næst velur þú æfingu, burpees, mountain climbers eða háar hnélyftur sem þú gerir í 15 sek og svo hringir klukkan og þú ferð í næstu. Endutekur þetta 3 hringir þannig þú gerir æfingu og síðan í 15 sek á milli æfingar velur þú æfingu. Að því loknu er smá auka finisher. Svo tekur við amk 1 mín af teygjum eða þann tíma sem þú getur gefið þér í þær.
Ef það stendur t.d. 5/5x þá á ég við að klára 5 fyrst á hægri (H) og svo 5 á vinstri (V). Ef það stendur t.d. 6x og þetta er æfing sem reynir á bæði H og V þá er þetta heildar fjöldi endurtekninga og þú skiptist á H og V.
Interval timer: Ef þú vilt ekki taka þessa æfingu live með mér skaltu stilla Interval timer app á; Warm up: 2 mín, High: 1 mín, Low: og Set: 12, Cool down: 1 mín (finisherinn)
Eða smelltu hér: https://youtu.be/r0xP_sYWaCE
2 mín upphitun
Æfingin - EMOMx2 hringir - 12 mín
Gerðu hverja æfingu í 60 sek og farðu 2 hringi:
Mjaðmalyfta (eitt handlóð, mini bands teygja)
Hnébeygja (tvö handlóð, mini bands teygja)
Sumo high pull (tvö handlóð)
Planka snúningur (tvö handlóð)
Man makers (tvö handlóð)
Sitjandi abduction + öfug brú (mini bands teygja)
Finisher - 1 mín
Kláraðu þessar tvær æfingar á innan við 60 sek
20x G2OH (eitt handlóð)
15x hnébeygjuhopp
1 mín teygjur/niðurlag
5x köttur kú
AUKA teygjur ef þú hefur tíma og líkaminn kallar á
Láttu mig vita í comment hvernig þér fannst þessi æfing! Og endilega deildu henni með öðrum svo hún geti nýst fleirum.
Comments